Flugklúbbur Selfoss er áhugamannaklúbbur um vöxt og viðgang flugs á Selfossi. Megin viðfangsefni klúbbsins er rekstur Selfossflugvallar, þar með talið flugstöðvarinnar, útleiga og rekstur á flugskýli og félagsstarf. Félagar í klúbbnum eru um 160, þar af um 50 sem hafa, eða hafa haft, réttindi til að fljúga flugvélum. Flugvélar í eigu klúbbfélaga eru um 15 í 5 flugskýlum sem eru á flugvallarsvæðinu. Allir geta gengið í flugklúbbinn og er árgjaldið kr. 4.000,- .
Meðal fastra punkta í starfsemi klúbbsins er árleg lendingarkeppni, Pétursbikarinn, sem er haldinn á sumrin. Félags- og fræðslufundir eru haldnir öðru hverju yfir veturinn og aðalfundur að vori.
Lengi vel ríkti mikil óvissa um framtíð flugvallarins en þeirri óvissu hefur nú var eytt með staðfestingu á deiliskipulagi af flugvallarsvæðinu 2008 og því opnaðist um leið sá möguleiki að byggja fleiri flugskýli á vallarsvæðinu. Nú eru allnokkrar lóðir tilbúnar fyrir byggingar og er áhugasömum bent á Sveitarfélagið Árborg fyrir úthlutun lóða.
Það er skoðun flugklúbbsins að Selfossflugvöllur gegni mikilvægu hlutverki, ekki bara fyrir okkur klúbbfélagana, heldur einnig sem samgöngumannvirki fyrir bæjarfélagið. Með tímanum muni flugvöllurinn skapa möguleika á aukinni þjónustu fyrir bæjarbúa og ferðamenn og annarri atvinnutengdri starfsemi.
Við bjóðum nýja félaga velkomna í Flugklúbb Selfoss.
Hægt er að gerast félagi með því að smella This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Athugið að fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.
STJÓRN 2021-2022
Formaður : Guðjón Kjartansson - 856 5513
Varaformaður : Steinar Guðjónsson - 856 1110
Gjaldkeri : Kristján Bergsteinsson - 848 2203
Ritari : Valur Stefánsson - 663 6000
Meðstjórnandi : Bergur Ingi Bergsson - 867 3685
Félagslög – Flugklúbbur Selfoss
1.gr Nafn félagsins er Flugklúbbur Selfoss. Skammstafað FKS. Aðsetur félagsins er á Selfossi.
2.gr Félagið er aðili að Flugmálafélagi Íslands
3.gr Tilgangur félagsins er:
- a) að stuðla að framgangi flugmála
- b) að halda uppi samvinnu og félagslífi og stuðla að fræðandi starfi meðal félaga.
- c) að vinna að hagsmuna- og áhugamálum félaga.
- d) að halda uppi sambandi við hliðstæð félög innanlands og erlendis
4.gr Allir áhugamenn um flug, sem greiða árgjald til félagsins eru löggildir félagar. Stjórn skal samþykkja inngöngu nýrra félaga.
5.gr Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, það er: formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi.
Kosningu til stjórnar skal haga þannig: Varaformaður og meðstjórnandi skulu kosnir til eins árs í senn, en aðrir stjórnarmenn til þriggja ára, einn þeirra hvert ár. Fyrsta ár skal kjósa ritara, annað ár gjaldkera og þriðja ár formann. Ef maður hættir í stjórn áður en kjörtímabili lýkur, skal kjósa annan í hans stað til loka kjörtímabils þess er hættir. Að auki skal kjósa tvo skoðunarmenn reikninga ár hvert.
6.gr Aðalfund skal halda fyrir 1.maí ár hvert. Til hans skal boða á sannanlegan hátt með minnst 10 daga fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- 1) kosning fundarstjóra og fundarritara
- 2) skýrsla formanns
- 3) skýrsla gjaldkera, framlagðir ársreikningar
- 4) lagabreytingar
- 5) ákvörðun félagsgjalda og húsaleigu
- 6) kosning stjórnarmanna / skoðunarmanna
- 7) önnur mál
7.gr Starfsár félagsins skal miðast við almanaksár.
8.gr Kosningarétt hafa allir löggildir félagar félagsins enda hafi þeir greitt árgjald yfirstandandi starfsárs.
9.gr Aðalfundur skal teljast löglegur sé til hans boðað með tilskyldum fyrirvara. Lagabreytingar skoðast samþykktar ef 2/3 hluti fundarmanna greiða atkvæði með þeim. Enginn félagsmaður má fara með umboð annarra.
10.gr Aðalfundur skal ákveða félagsgjald og skýlisleigu hverju sinni.
11.gr Meirihluti stjórnar eða 1/3 félagsmanna geta krafist aukafundar.
12.gr Stjórninni er heimilt að skipa nefndir til starfa að ákveðnum verkefnum, eftir því sem þurfa þykir.
13.gr Aðeins er heimilt að selja eða kaupa fasteignir með samþykki meirihluta aðal- eða félagsfundar
14.gr Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins.
Lög þessi tóku gildi 9.apríl 1983 – Endurskoðuð og breytt á aðalfundi 18.apríl 2017
Þórir Tryggvason, formaður.